Forsíða
Velkomin á Wikipediu,
frjálsa alfræðiritið sem allir geta unnið að.
61.014 greinar á íslensku.
Mannkynssaga
Mannkynssaga er saga mannkyns sem hefst á fornsteinöld, en jarðsaga er saga jarðarinnar, þar á meðal saga lífs áður en maðurinn kom til. Sá tími sem engar ritheimildir eru til um er kallaður forsögulegur tími en með skrift og rituðum heimildum hefst sögulegur tími. Forsögulegur tími hefst á fornsteinöld en upphaf nýsteinaldar markast af landbúnaðarbyltingunni (milli 8000 og 5000 f.o.t.) í frjósama hálfmánanum. Á bronsöld þróuðust stór menningarríki sem eru kölluð vagga siðmenningar: Mesópótamía, Egyptaland hið forna og Indusdalsmenningin.
Hefðbundin sagnaritun skiptir sögu ólíkra heimshluta í ólík tímabil. Til dæmis er algengt að notast við konungsættir til að afmarka söguleg tímabil eins og gert er í sögu Kína. Í mörgum heimshlutum eru til einhvers konar „klassísk“ tímabil, „miðtímabil“ og „nútími“, en þessi tímabil ná gjarnan yfir ólík tímaskeið. Í sögu Indlands nær til dæmis „klassíska“ tímabilið frá 230 f.o.t. til 1200 e.o.t., „miðtímabil“ frá 1200 til um 1600 og nýöld frá 1600 til okkar daga. Í sögu Ameríku nær „klassíska“ tímabilið frá 200 til 900 þegar Majar mynduðu stór menningarríki, en tímabilið frá 900 til upphafs landvinningatímans 1519 er kallað „síðklassíska“ tímabilið. Í samtímanum tvinnast saga ólíkra heimshluta saman vegna hnattvæðingarinnar.
Vissir þú...
- … að stærsta kirkja í heimi var byggð í borginni Yamoussoukro að undirlagi Félix Houphouët-Boigny, fyrsta forseta Fílabeinsstrandarinnar?
- … að vísað er til vísindaskáldsögu Jules Verne, Leyndardóma Snæfellsjökuls, í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness?
- … að rendurnar á fána Líberíu tákna þá ellefu sem undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu Líberíu?
- … að serbneska rétttrúnaðarkirkjan segist búa yfir kristnum helgum dómum eins og hægri hönd Jóhannesar skírara og hönd og höfuðkúpu heilags Georgs?
- … að í Þýskalandi nasismans var lag eftir Horst Wessel (sjá mynd), nasista sem var myrtur árið 1930, sungið á eftir þýska þjóðsöngnum við nánast allar opinberar athafnir?
Fréttir
- 3. janúar: Bandaríkin gera loftárásir á Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro (sjá mynd), er handsamaður og fluttur til New York.
- 26. desember: Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands, fyrst ríkja.
- 14. desember: José Antonio Kast er kjörinn forseti Síle.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát: Guðmundur Oddur Magnússon (3. janúar) • Khaleda Zia (30. desember) • Brigitte Bardot (28. desember) • Åge Hareide (18. desember) • Halldór Blöndal (16. desember) • Rob Reiner (14. desember)
6. janúar
- 2000 - Síðasti villti pýreneaíbexinn fannst dauður.
- 2001 - Árinu helga 2000 lauk formlega þegar Jóhannes Páll 2. páfi lokaði hurðinni helgu.
- 2004 - 15 létust, mest ungmenni, þegar tvær sprengjur sprungu í Kandahar í Afganistan.
- 2016 - Norður-Kórea sprengdi vetnissprengju sem olli jarðskjálfta upp á 5,1 stig.
- 2018 - Olíuflutningaskipið Sanchi lenti í árekstri við flutningaskip með þeim afleiðingum að það kviknaði í því. Skipið rak logandi um Austur-Kínahaf í 8 daga og olli gríðarlegri mengun.
- 2019 - Múhameð 5. af Kelantan sagði af sér sem konungur Malasíu.
- 2021 - Stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á kosningasigri Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
Systurverkefni
|
|