Krefja Íslandsbanka um bætur

Sveinn Andri er lögmaður Talk Liberation í málinu.
Sveinn Andri er lögmaður Talk Liberation í málinu. Samsett mynd

Hug­búnaðarfyr­ir­tækið Talk Li­berati­on, sem held­ur út sam­fé­lags­miðlin­um Panqua­ke, hef­ur höfðað mál á hend­ur Íslands­banka og krefst viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu bank­ans vegna fryst­ing­ar fjár­muna fyr­ir­tæk­is­ins. 

Sveinn Andri Sveins­son er lögmaður Talk Li­berati­on í mál­inu en hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að bank­inn hafi valdið fyr­ir­tæk­inu um­tals­verðu tjóni.

Sam­fé­lags­miðil­inn Panqua­ke er ómiðstýrður sam­fé­lags­miðill sem stofnaður var af stuðnings­mönn­um Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks.

Fyr­ir­tækið var starf­rækt hér á landi vegna þess að Ísland var talið til fyr­ir­mynd­ar þegar kæmi að gagna­leynd og vernd­un blaðamanna og upp­lýs­inga en Sveinn Andri hef­ur áður verið lögmaður Wiki­leaks í máli gegn Valitor.

Seg­ir skýr­ing­arn­ar galn­ar

Talk Li­berati­on fjár­magn­ar sig að mestu á frjáls­um fram­lög­um en Íslands­banki tók ákvörðun um að frysta fjár­muni fyr­ir­tæk­is­ins á grund­velli laga um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

„Íslands­banki hef­ur ekki viljað út­skýra þessa ákvörðun al­menni­lega. Bank­inn hef­ur ekki viljað leggja fram nein gögn um að neitt grun­sam­legt hafi átt sér stað,“ seg­ir Sveinn Andri.

Þær tak­mörkuðu skýr­ing­ar sem bank­inn lagði fram um ástæður fryst­ing­ar­inn­ar stand­ist ekki skoðun.

„Bank­inn ber fyr­ir sig að inn­borgað hluta­fé upp á eina millj­ón banda­ríkja­dala hafi verið um­fram það sem bú­ast mætti við sam­kvæmt lýs­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins en það stenst ekki. Fyr­ir­tækið hafði gefið upp hvað mætti vænta að væru reglu­leg­ar tekj­ur en þarna kom upp fjár­fest­ing sem bank­inn taldi dul­ar­fulla sem er galið, ein­hverj­ar aðrar ástæður búa þarna að baki sem bank­inn hef­ur ekki viljað út­skýra,“ seg­ir lögmaður­inn. 

Um­fang tjóns­ins óljóst

Fryst­ingu fjár­mun­anna hef­ur nú verið aflétt en Sveinn Andri seg­ir þó víst að hún hafi valdið Talk Li­berati­on um­tals­verðu fjár­tjóni.

„Það er búið að senda fjár­magnið til baka en auðvitað var ekki hægt að nýta það á meðan. Þetta olli fyr­ir­tæk­inu miklu tjóni enda átti að nota fjár­magnið í það að for­rit­ar­ar og aðrir ís­lensk­ir starfs­menn myndu sjá um upp­setn­ingu og ut­an­um­haldið á þessu vefsvæði.“

Ekki er þó víst hve mikið tjónið er og snýr málið því aðeins að því að fá bóta­skyldu Íslands­banka viður­kennda.

„Ein millj­ón banda­ríkja­dala varð fyr­ir fryst­ing­unni. Þetta snýst um að fá bóta­skyld­una viður­kennda, ef dóm­stól­ar verða við því þá er næsta skref að meta tjónið,“ seg­ir lögmaður­inn um um­fang tjóns­ins. 

Eft­ir­litið al­gjör­lega óviðun­andi

Eft­ir­lit sem haldið er úti á grund­velli laga um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka skort­ir gagn­sæi að sögn Sveins Andra. 

„Vanda­málið er að eft­ir­lit með lög­un­um er í hönd­un­um bank­anna, sem eru einka­rekn­ir. Kerfið hjá þeim og regl­urn­ar skort­ir gagn­sæi og þeir neita að leggja fram upp­lýs­ing­ar um sitt innra verklag. Stjórn­völd koma ekki við sögu held­ur bara óljós­ar innri regl­ur bank­anna sem byggja á gagna­grunn­um sem eng­inn veit hvað stend­ur í.“

Sveinn Andri seg­ir að eft­ir­lit sem þetta ætti tví­mæla­laust að vera í hönd­um op­in­berra aðila. 

„Það væri al­gjör­lega eðli­legra. Þetta eft­ir­lit bygg­ir á upp­lýs­ing­um sem oft gefst ekki kost­ur á að leiðrétta eða lag­færa og þar geta verið alls kyns at­huga­semd­ir sem banka­starfs­menn setja inn í gagna­grunn­inn sem er bara litið á sem heil­ag­an sann­leik, þetta er al­gjör­lega óviðun­andi.“

Innlent »

íslenska
English
íslenska
polski
|

Við notum vefkökur

Vefkökur geta t.d. verið notaðar til greiningar á atferli gesta, til að endurbæta vefinn og sýna einstaklingssniðið efni. Skoðaðu stillingarnar til að sjá nánari upplýsingar.